fbpx

Hespuhúsið

Forsíða
Hespuhúsið
Verslun
Söluaðilar
Karfa
English

Starfsemin í Hespuhúsinu

Hespuhúsið er jurtalitunarvinnustofa. Ég jurtalita einband og léttlopa eins og við gerðum í gamla daga en með nútíma tækni td. rafmagni. Vinnustofan er opin og gestir geta komið í heimsókn og kíkt í litunarpottana og fræðst um þetta gamla handverk. Vinnustofan er um 210 fm og hér eru setusvæði og margt að sjá td. er mikið um gamla muni tengda handverki eða landbúnaði. Það má segja að hér sé lítil þjóðháttadeild. Á vinnustofunni er einnig að finna mikið af bókum um jurtalitun eða náttúrutengt efni. Í Hespuhúsinu er stór sjónvarpsskjár sem hugsaður er fyrir fræðslufyrirlestra en auðveldlega er hægt að koma um 50 manns í sæti hér, jafnvel fleiri. Hér hafa verið haldnir tónleikar og allskonar viðburðir td. hafa kvenfélög haldið fundi hér og allskonar félagsskapur kíkt við með veitingarnar sínar og þegið fræðslu um gömlu litunarhefðina og vinnustofuna og átt notalega stund. Nýja Hespuhúsið býður einnig upp á frábæra aðstöðu til námskeiðahalds en námskeiðin eru helst á vorin og haustin eða eftir pöntun fyrir hópa. Erfitt er að halda úti föstum opnunartíma þegar maður er eini starfsmaðurinn en í vetur er opið á laugardögum frá 13-17 en utan þess tíma er hægt að renna við og vona að ég sé heima en ef ég er heima þá er opið eða hringja á undan sér og athuga hvort ég sé við 8652910.

Published On: nóvember 27, 2022

Nýjustu færslurnar

Upphafið

Ég byrjaði að lita fyrir um 12 árum síðan þegar [...]

nóvember 17, 2022|

Vörurnar mínar

  • 2.500 kr.

  • 2.500 kr.

  • 3.700 kr.

  • 3.700 kr.

Title

Go to Top