Prjónamorgunn í Hespuhúsinu laugardaginn 14. janúar

Laugardaginn 14. janúar klukkan 10 þá verður prjónamorgun í Hespuhúsinu. Allir eru velkomnir með hvaða handverk sem er: Hekl, prjóna, spuna og hvað sem er.. Það verður heitt súkkulaði með rjóma á boðstólnum og smá konfekt með.  Í fyrsta skipti þá verð ég með Léttlopahlaðborð en þá er jurtalitaður léttlopi seldur eftir vigt, aðallega hugsaður fyrir Prakkarapeysuna sem er léttlopapeysa með frjálslegu ívafi.. Smá Lína Langsokkur áhrif hér.. Peysan er fjörleg með mörgum litum og þá er gott að geta keypt smáar einingar en ekki bara heilar hespur.. Á laugardaginn er opið 10-17 og á föstudeginum 13. janúar er aukaopnun frá 13-17…

Published On: janúar 11, 2023

Nýjustu færslurnar

Vörurnar mínar

  • 3.700 kr.

  • 6.400 kr.

  • 3.700 kr.

  • 3.400 kr.