FUGLASPILIÐ OG LITLA FUGLASPILIÐ

LOKSINS, LOKSINS…. Hef ég fengið í hendurnar Fuglaspilið á íslensku og ensku og Litla fuglaspilið . Spilin eru eins og Flóruspilið og Blómaspilið nema um fugla. Fuglaspilið er spilað sem veiðimaður með íslenskum fuglum en með litla fuglaspilinu er spilað samstæðuspil. Litla fuglaspilið er með nöfn tegundanna á íslensku, ensku, pólsku og latínu. Ljósmyndirnar á fuglaspilinu eru eftir Jóhann Óla Hilmarsson, fuglafræðing og ljósmyndara, en hann hefur einnig veitt góða ráðgjöf og ég hef stuðst við Fuglavísi Jóhanns varðandi fræðilegar upplýsingar um fuglana.

 

Spilið fæst fljótlega víða í verslunum en eins og er þá fæst það í Hespuhúsinu og á www.hespa.is.

Spilin mín eiga að vera fræðandi og skemmtileg og eiga að vekja áhuga á íslenskri náttúru og fuglalífi.

Published On: júní 2, 2023

Nýjustu færslurnar

Vörurnar mínar

  • 2.500 kr.

  • 3.400 kr.