JURTALITUNARNÁMSKEIÐ

2. júní, daginn eftir forsetakosningarnar,  verður jurtalitunarnámskeið í Hespuhúsinu. Það byrjar kl. 13 og er til ca 17:30. Á námskeiðinu verður farið yfir grunnatriðin í jurtalitun frá upphafi til enda, fjallað um söfnun jurta og litunarsöguna frá landnámi. Námskeiðið kostar 20000 kr. á mann og innifalið er kennsluhefti með prufum, ein hespa að eigin vali af námskeiðinu, kaffi og kaka. Gúmmíhanskar og svuntur eru á staðnum. Best er að koma í þægilegum vinnufötum sem má skíta út og þægilegum skóm. Bókanir: hespa@hespa.is, vinsamlegast gefið upp símanúmer..

Published On: maí 2, 2024

Nýjustu færslurnar

Vörurnar mínar

  • 3.700 kr.

  • 2.500 kr.

  • 3.400 kr.