NÝ SPIL.. Jólasveinaspilin

Hespuhúsið hefur gefið út ný fræðsluspil. Jólasveinaspilið og Litla jólasveinaspilið. Eins og áður þá er spilaður veiðimaður með stærri spilunum og samstæðuspil með litlu spilunum. Í stærri spilunum fylgir saga jólasveinanna og fróðleikur um hvern jólasvein fyrir sig en þeir hafa allir sinn persónuleika sem yfirleitt tengist mat og græðgi.. Ég er menntaður kennari og náttúrufræðingur  og ég hef afskaplega gaman af því að fræða og kenna. Ég er ekki lengur að kenna við Landbúnaðarháskólann og sakna þess mjög en kennslan mín í dag fer fram á vinnustofunni fyrir hópa og fræðsla um náttúruna í gegnum spilin mín. Jólasveinarnir tengjast reyndar ekki náttúrunni eða handverki en þeir eru þjóðlegur fróðleikur og þeir hafa fylgt okkur í gegnum aldirnar ásamt Grýlu, Leppalúða og jólakettinum.  Litla jólasveinaspilið er á ensku og íslensku í sama stokki en enska útgáfan af stóru spilunum kemur í lok nóvember.

 

Published On: nóvember 1, 2024

Nýjustu færslurnar

Vörurnar mínar

  • 3.700 kr.

  • 6.400 kr.

  • 3.700 kr.

  • 3.700 kr.