KRAKKATEPPI

Ég hef lengi haft áhuga á íslenskri teppahefð en við ýmis tækifæri, afmæli eða hátíðir voru framleidd teppi til dæmis fyrir Lýðveldishátíðina 1930 og aftur 1974 og Kvennafrídaginn 1975. Ég hef safnað þessum teppum og gestirnir mínir á vinnustofunni hafa ítrekað reynt að kaupa teppin. Ferðamenn versla mikið af teppum sem sést á gríðarlegu úrvali teppa í ferðamannabúðum. Nú hef ég stokkið á „Teppavagninn“ og látið framleiða fyrir mig prjónuð teppi með mynd af kindum. Teppin eru í þremur litaútfærslum. Teppin eru um það bil hálf stærð á fullorðinsteppi og ég kalla þau Krakkateppi því þau henta vel fyrir börn uppi í sófa eða sem rúmábreiður. Þegar ég var lítil þá mátti ég aldrei fara með sængina mína inn í stofu til að horfa á sjónvarpið en ég mátti vera með mitt eigið teppi. Teppið hentar líka vel fyrir fullorðna í kjöltuna í útileguna eða uppi í sófa. Tilvalin fermingargjöf, jólagjöf, sumargjöf og tækifærisgjöf. Það er Katla prjónastofa í Vík í Mýrdal sem framleiðir teppin fyrir mig þau eru 125 cm á hæð og 100 cm á breidd. Alltaf í tveimur litum og þá eru þau tvöföld og ýfð sérstaklega til að auka mýktina. Íslensk ull í sauðalitunum. Myndina hannaði Jón Hámundur Marinóssón. Teppin kosta 18,800 kr. og fást hér á heimasíðunni eða í Hespuhúsinu.