Aðventuprjón 6. desember

Laugardagsmorguninn 6. desember verður Aðventuprjón í Hespuhúsinu. Húsið opnar klukkan 10 og við hannyrðumst til klukkan 13. Boðið verður upp á heitt súkkulaði með rjóma og smákökur. Hespuhúsið er opið alla daga til jóla nema sunnudaga frá kl. 13-17.

Grýla tekur á móti gestum… Ég er nokkuð viss um að Jón Hámundur sem teiknaði Grýlu hefur haft mig sem fyrirmynd. Ég henndi honum fyrir um 15 árum síðan meðan ég hafði ennþá rautt hár!!!! Og svo á ég auðvitað svartan kött. Mér finnst ég flott Grýla..

Published On: desember 5, 2025

Nýjustu færslurnar