Blogg
NÝ SPIL.. Jólasveinaspilin
Hespuhúsið hefur gefið út ný fræðsluspil. Jólasveinaspilið og Litla jólasveinaspilið. Eins og áður þá er spilaður veiðimaður með stærri spilunum og samstæðuspil með litlu spilunum. Í stærri spilunum fylgir saga jólasveinanna og fróðleikur um hvern jólasvein fyrir sig en þeir [...]
Októberopnun
Það verður opið í Hespuhúsinu fram til 26. október alla daga nema sunnudaga frá 9-17. Utan þess tíma er opið hvenær sem er eftir samkomulagi. Best að hringja á undan sér.. 8652910.
Opið í september eins og í sumar
Það verður opið í september á vinnustofuni alla daga nema sunnudaga frá 9-17 eins og verið hefur í sumar. Þegar ég flutti úr Borgarfirði á Suðurlandið þá var planið að auka opnunartímana, lengja tímabilið og hver veit nema að það [...]
VERSLUNARMANNAHELGIN – OPIÐ ALLA HELGINA
Í sumar er opið alla daga nema sunnudaga en um verslunarmannahelgina þá verður opið alla daga frá 9-17. Kaffi á könnunni og nóg í pottunum til að skoða.
SUMAROPNUNARTÍMAR
Frá og með næsta mánudegi 27. maí þá er opið í Hespuhúsinu alla daga nema sunnudaga frá 9-17. Utan þess tíma þarf að hringja á undan sér 8652910 og enginn tími er heilagur.. Ekki einu sinni sunnudagar..
JURTALITUNARNÁMSKEIÐ
2. júní, daginn eftir forsetakosningarnar, verður jurtalitunarnámskeið í Hespuhúsinu. Það byrjar kl. 13 og er til ca 17:30. Á námskeiðinu verður farið yfir grunnatriðin í jurtalitun frá upphafi til enda, fjallað um söfnun jurta og litunarsöguna frá landnámi. Námskeiðið kostar [...]