fbpx

Hespuhúsið

Forsíða
Hespuhúsið
Verslun
Söluaðilar
Karfa
English

Vorið / Sumarið

Vorið byrjar vel í Hespuhúsinu. OAT hóparnir komu snemma í ár og nýjar ferðaskrifstofur munu mæta með hópa síðar í sumar. Flestir hóparnir eru amerískir gestir á miðjum aldri en þó hef ég haft talsvert af Ítölskum hópum í vetur en þá þarf túlk til að túlka og það hefur gengið vel.  Þessir hópar fá alltaf fræðslu. 20-25 mín. spjall yfir pottunum. Ég er spennt fyrir sumrinum og rýmri opnunartímar hefjast í maí eða a.m.k. í júní og þá verður opið frá 9-17 alla daga nema sunnudaga eins og í fyrra og þannig verður það eitthvað fram á haust eða þar til ég ákveð annað. Ég er líka spennt fyrir haustinu en þá verður Ullarvikan haldin í þriðja sinn og Hespuhúsið fær að vera með í því frábæra starfi. (www.ullarvikan.is). Það ætti ekki að vera ullarskortur í sumar eins og ég lenti svo illa í síðasta sumar að fá engan léttlopa því ég keypti heilan haug af léttlopa og einbandi til að vera viss með að verða ekki uppiskroppa. Það verður heldur ekki heitavatnsskortur eins og sl. haust þar sem ég hef fjárfest í varmadælu. Ég læt ekki „grípa mig í bólinu aftur“ og verða vatnslaus og bandlaus!!!! Ég gef ekki út spil þetta vorið eins og undanfarin ár. Ég var komin í samkeppni við sjálfa mig og ætla að leyfa þessum sem komin eru að malla í sumar enda selast þau ennþá mjög vel. Fuglaspil nr. 2 kemur svo út snemma á næsta ári og hver veit nema að það birtist óvænt spil í haust…..  www.ullarhringurinn.is (www.thewoollencircle.com) er ennþá mjög virkur sem heimasíða og bæklingur en bæklingurinn er í dreifingu um Suðurland og Reykjavík sem hjálpar mikið upp á kynningu og er í raun eina kynningin sem ég greiði fyrir og virkar vel. Alltaf nóg að gera, vantar bara tíma í sólarhringinn til að klára verkefnin….

Published On: maí 1, 2024

Nýjustu færslurnar

Vörurnar mínar

  • 3.700 kr.

  • 2.500 kr.

  • 3.700 kr.

  • 2.500 kr.

Title

Go to Top