Vörur

Flóruspilið

Spilið er í anda spilsins “veiðimaður” þar sem markmiðið er að safna fjögurra spila samstæðum en í stað hefðbundinna spila þá er spilað með íslenskar plöntutegundir. Á spilunum eru upplýsingar um grasnytjar og þjóðtrú ásamt latínuheiti, gróðurlendi og ætt. Spilið er hugsað til fróðleiks og skemmtunar. Flóruspilið fyrsti stokkur kom út árið 2021 og Flóruspilið annar stokkur kom út í vor með 13 nýjum tegundum til að spila með og fræðast um.
Spilið má kaupa hér á heimasíðunni eða í verslunum víða um land (Sjá flipann Sölustaðir).

Stærð: A6 (14,7 x 10,5 cm)
52 spil – 13 tegundir – regluspjald

Kaupa spil

Blómaspilið

Blómaspilið er barnaútgáfa af Flóruspilinu. Spilin eru 8X8 cm, 13 tegundir X 2, alls 26 spil. Með blómaspilinu er spilaður samstæðuleikur og einnig er hægt að snúa spilunum upp fyrir yngri börn og spila þannig samstæðuleik. Blómaspilið er á íslensk, ensku og pólsku en engin fræðsla er á spilunum nema nöfn tegundanna ásamt latínunni. Blómaspilið fyrsti stokkur kom út árið 2021 en Blómaspilið annar stokkur kom út í vor með 13 nýjum tegundum til að spila með.

Kaupa spil